laugardagur, 29. nóvember 2014

29.11.2014

Síðan síðast. Búin að eiga son sem á afmæli. Valgeir Ívar 12 ára, mamma átti áfmæli 59 ára og pabbi átti afmæli 60 ára. Ekkert með það nema við systurnar 3 bruggðum undir okkur betri fætinum og skutluðumst til Berlínar og buðum pabba í sitt eigið afmæli. Við dvöldum í íbúð í Berlín í 3 nætur og pabbi kom til okkar. Það var mega gaman og segja ekki myndir meira en orð: Já og svo mörg eru þau orð. Get ekki sett inn mynd :-( En það kemur þá bara seinna. Nú margt annað búið að gerast. En ég gef mér ekki tíma til að henda því inn hérna núna. Baldvin er á AKureyri hjá sinni skvísu. Gaman hjá þeim. En ég er svo að fara til Rvk á morgun því að ég er að fara í 4ra daga innlögn á Reykjalund. Hvað kemur út úr því kemur svo í ljós. Sálfsagt verður það fróðlegt og gaman og ég ætla að gera alveg heilan HELLING á meðan ég verð í fríinu og nú verður allt á ská.. án þess að ég hafi beðið um :-) gaman að þessu

Engin ummæli:

Skrifa ummæli