mánudagur, 3. nóvember 2014
03,11,2014
Svo langt síðan ég skrifaði hér síðast. Nóg búið að vera um að vera og sennilega þess vegna sem ekkert heefur skrifast hér. ég verða að fara að setjast niður og punkta niður hvað hefur gerst og svona hugrenningar um daginn og veginn. það verður ekki fleira í dag... :-) jú eða reyndar. Styttist í að ég fari á kóræfingu en ég er annars búin að stoppa stutt við heima hjá mér í dag. En við höfum annars farið víða sl. daga en við Hannes vorum að koma frá Glasgow en þar vorum við í góðum félagsskap við fatakaup skoða menningu og drekka einn og einn bjór. En ferðin var æðisleg í alla staði. Get hundraðprósent mælt með hótelinu sem við vorum á en það er Premier inn Buchanan galleries. Já ég er svo líka búin að vera á námskeiði sl. vikur og klára í næstu viku. það er námskeið sem heitir ég og starfið og er haldið af vinnumarkaðssálfræðingi eða eitthvað svoleiðis. Og þetta er alveg ágætis námskeið. Núna í dag var t.d. heimaverkefni, en það innifelur að skrifa um veikleika sína og æfa sig í að skrifa það upp þannig að maður sé að tala um hversu sterkur maður sé í staðinn. Því að við erum víst 80% af því sem við hugsum. þannig að ef við hugsum að við séu alveg hreint ágæt þá fer okkur ósjálfsrátt að líða þannig. Þannig að ég ætla að fara í það verkefni. Það er víst ekki nóg að hugsa um það.... maður verður að gera líka. Blóðbúskapurinn er búinn að vera í fínu lagi undanfarið. Ég fór í blóðprufu áður en við fórum út og mældist 127.. sem er eitt metið enn. ÉG er meira en þakklát fyrir það. Og væri til í að geta haldið þeirri tölu sem lágmarki. En ég ætla ekkert að hringla með sterana fyrr en eftir að ég kem frá Berlín. Já ég er að fara til Berlínar eftir nokkra daga. Eins og maður búi bara við það að fara út 2x í mánuði. Baldvin er orðinn 16 ára og hávaxinn eftir því. Alveg að ná pabba sínum og Valgeir verður 12 eftir hálfan mánuð. Hann fór í skólabúðirnar að Reykjum um daginn og fannst svona ljómandi gaman. Var bara alveg alsæll með ferðina. ótrúlegt að það sé bara rúmt ár þangað undirbúningur fyrir fermingu hefst. ójá... undarlegt það. en jæja nenni ekki meira í bili.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli