föstudagur, 28. júní 2013
7 vikur frá Akrensferðinni örlagaríku
Ójá. Í dag eru 7 vikur frá því að ég fór til dr. Geirs hér á HVT og hann og spúsa hans sendu mig með hraðlest Hannesar Ársæls á sjúkrahús Akraness. Þar dvaldi ég yfir helgina í alls konar rannsóknum t.d. röntgenmyndir, sneiðmyndataka, blóðsýni og mergsýni. Allt hin ágætustu próf en misjafnlega sársaukafull. Þar sem mergprufan skorar lang hæst og er líklega bara það versta sem ég hef lent í (þrátt fyrir að ég gæfi samþykki mitt fyrir sýnatökunni og var bara jákvæð líka). Hmm en já síðan eru liðnir ansi margir veikindadagar og enginn dagur sem ég get kallað sérstaklega góðan, þrátt fyrir að hafa getað laumað mér út á pall já og jafnvel til Reykjavíkur, í Borgarfjörð og meira að segja " hjálpað" til við að skilja í sundur hross einn daginn en þá vorum við að sleppa í fjallið. Núhh annað hef ég nánast ekki gert. Fyrir utan að sinna lágmarks heimilisstörfum og láta stjana við mig. Jú og gúffa í mig bingókúlum sem ég klára alltaf af pinnanum í KVH jafn óðum og starfsfólk Reimars svila míns fyllir á hann. Þau halda örugglega þarna í KVH að það sé dularfullur draugur sem lætur bingókúlurnar hverfa. En jú. Staðan í dag er samt sú að ég er með þennan sjálfsónæmissjúkdóm "auto immune hemalytic anemae! og hann er kominn til að vera. Framtíðin er lyf og lyfjagjafir með betri tímum á milli. Jafnvel ár og árabil þar sem verður í lagi með blóðhaginn en alltaf hætta á að ég falli í blóði jafnvel við minnstu sýkingar, kvef eða annað slíkt. Ef það gerist þá þarf að grípa inní með lyfjum sterum eða öðru sem keyrir upp blóðið í líkamnum því að það er víst hættulegt að vera blóðlaus. Og getur meira að segja verið lífshættulegt svo við höldum því til haga. ÓJÁ svo er nú það. Ég var í ct scan í gær í rvík og þar lítur allt vel út. Ekkert óeðlilegt nema bara miltað sem er í stærra lagi enda er það að leika kraftlyftingamann sem puðar daginn út og daginn inn við að eyða rauðu heilbrigðu blóðkornunum mínum. Í stöðunni eins og hún er í dag hef ég val um að halda áfram á sternum sem ég hef verið að taka í 6 vikur með tilheyrandi aukaverkunum, láta taka miltað og sjá til hvort það dugar til að stoppa blóðeyðinguna eða fara í 4 vikna lyfjagjöf með mótefni gegn B-frumum (fræðimál) en þá fer maður í 4 skipti vikulega í lyfjafjöf og fær lyf dreypt í æð. Það hefur verið að skila glóðum árangri og lengri tíma í hléi frá sjúkdómnum. Já svo er nú það !!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli