Óánægja, óánægja, óánægja.... í dag er fólk búið að vera mjög óánægt. Það finnst mér afskaplega leiðinlegt. Mér finnst afskaplega leiðinlegt að fólk sé reitt, auðvitað eiga allir rétt á að koma fram með sínar skoðanir, en þessi óánægja og reiði dregur mig niður og gerir mig dapra. Það er þá verkefni hjá mér að komast út úr því að láta þessa óánægðu og reiðu skemma fyrir mér mína annars góðu daga. Það hafa verið margir slæmir dagar hjá mér, en ég hef ekki haft unun af því að útvarpa því eða sjónvarpa. Við missum svo mikið taktinn við lífið með því að vera óánægð og reið. Í dag er ég svo þakklát fyrir að vera betri til heilsunnar, já svoooo þakklát. Ég er að kynnast lífinu aftur á nýjan hátt eða kannski frekar að taka aftur upp gamla lífið mitt. Lífið sem ég lifði fyrir veikindin. Mig langar bara til að vera þakklát fyrir það hvernig heilsan mín er í dag og fyrir það hvað ég get gert í dag sem ég gat ekki gert fyrir ótrúlega stuttu síðan. Hvort einhver á pening einhversstaðar (og hvað eru það svosem margir) getur bara ekki verið eitthvað sem ég má láta draga mig niður á eitthvert plan reiði og óánægju. Lífið er yndislegt. Það er að vora, sólin er komin hátt á loft, við lifum á Íslandi. Við höfum svo margt að þakka fyrir. Eða allavega ég!!!! Ég vildi svo að fólk gæti sleppt því að berja tunnur fyrir framan Alþingishúsið.. Fólki hlýtur að líða mjög illa, og að sjá ung börn inn á milli. Hvað er það sem þetta fólk vill. Vill það peningana sem hluti þjóðarinnar á, og hefur eignast með einhverjum hætti í gegnum lífið, vill það fá þessa peninga fyrir sig? Er það betra? Ég spyr mig. Peningar, hvað eru peningar... hvað gerum við við peninga. Hve mikið af peningum er nóg. Peningar eru völd... Viljum við öll vera við valdstólinn af því að við eigum skítnóg af peningum. Er hægt að breyta þessu?
Framundan hjá minni fjölskyldu er ferming yngri sonarins, ég ætti kannski að hafa tunnur við félagsheimilið svo fólk gæti barið í tunnur... yrði einhver ánægður með það? Ég bara spyr mig. Er þetta í alvöru það sem við viljum. Er þetta það sem landið okkar á að vera frægt fyrir? Ég allavega skammast mín fyrir ástandið sem verið er að básúna upp.