laugardagur, 29. nóvember 2014
29.11.2014
Síðan síðast. Búin að eiga son sem á afmæli. Valgeir Ívar 12 ára, mamma átti áfmæli 59 ára og pabbi átti afmæli 60 ára. Ekkert með það nema við systurnar 3 bruggðum undir okkur betri fætinum og skutluðumst til Berlínar og buðum pabba í sitt eigið afmæli. Við dvöldum í íbúð í Berlín í 3 nætur og pabbi kom til okkar. Það var mega gaman og segja ekki myndir meira en orð: Já og svo mörg eru þau orð. Get ekki sett inn mynd :-( En það kemur þá bara seinna. Nú margt annað búið að gerast. En ég gef mér ekki tíma til að henda því inn hérna núna. Baldvin er á AKureyri hjá sinni skvísu. Gaman hjá þeim. En ég er svo að fara til Rvk á morgun því að ég er að fara í 4ra daga innlögn á Reykjalund. Hvað kemur út úr því kemur svo í ljós. Sálfsagt verður það fróðlegt og gaman og ég ætla að gera alveg heilan HELLING á meðan ég verð í fríinu og nú verður allt á ská.. án þess að ég hafi beðið um :-) gaman að þessu
laugardagur, 15. nóvember 2014
15.11.2014
Í dag á ástkær mágkona mín afmæli. Til hamingu með það Ína Björk :-). Ég á reyndar fleiri vinkonur sem eiga afmæli í dag og innilega til hamingju með það stelpur. Svo á hann Valgeir minn afmæli á morgun. Orðinn heillra 12 ára. það munar ekkert um það. Ég er nýbúin að taka á móti honum á Akranesi. En það gerðist líka svo hratt að það er ekki skrítið þó að hann sé allt í einu orðinn 12 ára. Og svo á nú móðir vor líka amæli á morgun... alveg heillra 59 ára. Merkisafmæli það.
Það var ársthátíð hjá grunnskólanum í gærkvöldi og þar lék Valgeir afturendann á bola (sást lítið í hann) og stóð sig svona eins og hetja. Allavega er ég stolt af mínum manni :-) Baldvin er búinn að vera í burtu í að verða viku. fór á sunnudagskvöld á sauðárkrók í staðlotu og hélt svo áfram í gær á akureyri til anítu sinnar. hann kemur svo heim annað kvöld og er þá búinn að vera í burtu í heila viku. hann er orðinn svo stór og duglegur drengurinn. annars hef ég svolítið verið að pæla í þessu lífi almennt undanfarið (og jú reyndar alltaf). Kláraði námskeiðið í vikunni og þetta námskeið hefur gefið mér svo margt. og allt uppbyggileegt. m.a. að gefa ekki öðrum leyfi til stjórna því hvernig mér líður( já eða hætta að taka aðra inn á mig þannig að mér líði ekki eins og mig langar til). Og jú að ÞORA það er stór partur af lífinu. AF hverju að þora ekki??? Ef við óttumst 100% þá er ekki nema ca 5% af því sem óttumst sem rætist. Þannig að af hverju að óttast ???? Og af hverju að spyrja ekki : AF hverju ekki.... ?? já af hverju ekki??? Af hverju ætti ég ekki að gera hitt eða þetta. eða að þora að gera hitt eða þetta og af hverju að hafa áhyggjur.... það eru engar líkur á því að það versta gerist. Nú og ef það gerist þá verður maður að taka því..... það gerist víst ekkert annað. Og þessi tækni að hlusta og hlusta virkilega..... það er svolítið magnað. Ég semsagt mæli með námskeiðinu :-)
HMM já og svo er maður bara alveg að skutlast til Berlínar. Það verður rosalega gaman... hlakka mega mikið til. Svolítið skrítið að vera að fara makalaus.... en við erum nú allar systurnar svo við hljótum að geta hugsað um hverja aðra... getur ekki annað verið. Mér finnst Berlín bara svo frábær borg. Og svo ætlar pabbi að dræva eitthvað með okkur. En ástæða fararinnar er einmitt sú að hitta pabba á 60 ára afmælinu hans núna 20. nóv - eða á fimmtudaginn. það verður já mega gaman svo ég segi það nú aftur :-)
ég var annars í reykjavík í fyrradag að láta mynda mig... ekki svona passamyndir heldur einhverjar beina myndir. Fór í svona segulómskoðun í Dómus af hálsliðum og axlarlið... Er eitthvað búin að vera skrítin þar. EN EKKI HVAÐ. það er ekki nóg að maður sé bara með eitthvað eitt eða tvennt að hrjá sig.. neii... við tökum bara allan pakkann á þetta!!!!! broskall haha. En það kemur út úr þessum myndum í næstu viku. ég kannski man að skrifa hér hvað kemur út úr því ef eitthvað kemur út. hannes var annars að rúlla af stað á footballlandfun þetta árið. en þetta er árlegt hjá stálpuðu strákunum hérna , fara og keppa í fótbolta.. borða svo yfirsig. reyna að fara niður í bæ en geta það ekki og fara upp á hótel að sofa. koma svo eins og endurnýjaðir á sál og líkama heim á morgun... og ég vona svo innilega að það verði gaman hja þeim köllunum. þeir eiga það svo skilið.
annars er búið að vera svolítið skrítið í gangi á fésbókargrúbbunni hjá þeim sem eru með sama sjúkdóm og ég. þ.e. sjálfsónæmisblóðeyðinguna. en það eru 2 konur búnar að deyja núna í nóvember. önnur var rúmlega 60 ára en hin líklega bara á aldur við mig. Rosalega skrítið að vera hluti af grúbbu þar sem einhver er að deyja úr sama sjúkdómi. og það fer pínu lítið um mann því að maður hefur einhvern veginn staðið í þeirri trú að læknavísindin séu með þetta svona í nútímanum. en það dugði ekki þessum konum. eins og ég segi þá fer pínu um mann. og þetta sýnir manni að það er best að njóta hverrar stundar og hvers dags sem best maður getur. því það er ekkert sjálfgefið að allt muni alltaf ganga manni í haginn. En ég er þó svo rosalega heppin að þannig er það að ganga hjá mér. Þrátt fyrir að ég sýni oft tennurnar og sé pirruð og óþolinmóð og annað sem þessu fylgir, en allavega þessa dagana þá er ég bara nokkuð hress.. ekkert á svo miklum stera skammti og almennt bara hress og kát meira að segja líka. Og það er meira en sumir geta sagt. en ég læt þessu lokið í dag með þessum hugrenningum...... bara þakklát fyrir það sem ég á bæði menn dýr og hluti.
Það var ársthátíð hjá grunnskólanum í gærkvöldi og þar lék Valgeir afturendann á bola (sást lítið í hann) og stóð sig svona eins og hetja. Allavega er ég stolt af mínum manni :-) Baldvin er búinn að vera í burtu í að verða viku. fór á sunnudagskvöld á sauðárkrók í staðlotu og hélt svo áfram í gær á akureyri til anítu sinnar. hann kemur svo heim annað kvöld og er þá búinn að vera í burtu í heila viku. hann er orðinn svo stór og duglegur drengurinn. annars hef ég svolítið verið að pæla í þessu lífi almennt undanfarið (og jú reyndar alltaf). Kláraði námskeiðið í vikunni og þetta námskeið hefur gefið mér svo margt. og allt uppbyggileegt. m.a. að gefa ekki öðrum leyfi til stjórna því hvernig mér líður( já eða hætta að taka aðra inn á mig þannig að mér líði ekki eins og mig langar til). Og jú að ÞORA það er stór partur af lífinu. AF hverju að þora ekki??? Ef við óttumst 100% þá er ekki nema ca 5% af því sem óttumst sem rætist. Þannig að af hverju að óttast ???? Og af hverju að spyrja ekki : AF hverju ekki.... ?? já af hverju ekki??? Af hverju ætti ég ekki að gera hitt eða þetta. eða að þora að gera hitt eða þetta og af hverju að hafa áhyggjur.... það eru engar líkur á því að það versta gerist. Nú og ef það gerist þá verður maður að taka því..... það gerist víst ekkert annað. Og þessi tækni að hlusta og hlusta virkilega..... það er svolítið magnað. Ég semsagt mæli með námskeiðinu :-)
HMM já og svo er maður bara alveg að skutlast til Berlínar. Það verður rosalega gaman... hlakka mega mikið til. Svolítið skrítið að vera að fara makalaus.... en við erum nú allar systurnar svo við hljótum að geta hugsað um hverja aðra... getur ekki annað verið. Mér finnst Berlín bara svo frábær borg. Og svo ætlar pabbi að dræva eitthvað með okkur. En ástæða fararinnar er einmitt sú að hitta pabba á 60 ára afmælinu hans núna 20. nóv - eða á fimmtudaginn. það verður já mega gaman svo ég segi það nú aftur :-)
ég var annars í reykjavík í fyrradag að láta mynda mig... ekki svona passamyndir heldur einhverjar beina myndir. Fór í svona segulómskoðun í Dómus af hálsliðum og axlarlið... Er eitthvað búin að vera skrítin þar. EN EKKI HVAÐ. það er ekki nóg að maður sé bara með eitthvað eitt eða tvennt að hrjá sig.. neii... við tökum bara allan pakkann á þetta!!!!! broskall haha. En það kemur út úr þessum myndum í næstu viku. ég kannski man að skrifa hér hvað kemur út úr því ef eitthvað kemur út. hannes var annars að rúlla af stað á footballlandfun þetta árið. en þetta er árlegt hjá stálpuðu strákunum hérna , fara og keppa í fótbolta.. borða svo yfirsig. reyna að fara niður í bæ en geta það ekki og fara upp á hótel að sofa. koma svo eins og endurnýjaðir á sál og líkama heim á morgun... og ég vona svo innilega að það verði gaman hja þeim köllunum. þeir eiga það svo skilið.
annars er búið að vera svolítið skrítið í gangi á fésbókargrúbbunni hjá þeim sem eru með sama sjúkdóm og ég. þ.e. sjálfsónæmisblóðeyðinguna. en það eru 2 konur búnar að deyja núna í nóvember. önnur var rúmlega 60 ára en hin líklega bara á aldur við mig. Rosalega skrítið að vera hluti af grúbbu þar sem einhver er að deyja úr sama sjúkdómi. og það fer pínu lítið um mann því að maður hefur einhvern veginn staðið í þeirri trú að læknavísindin séu með þetta svona í nútímanum. en það dugði ekki þessum konum. eins og ég segi þá fer pínu um mann. og þetta sýnir manni að það er best að njóta hverrar stundar og hvers dags sem best maður getur. því það er ekkert sjálfgefið að allt muni alltaf ganga manni í haginn. En ég er þó svo rosalega heppin að þannig er það að ganga hjá mér. Þrátt fyrir að ég sýni oft tennurnar og sé pirruð og óþolinmóð og annað sem þessu fylgir, en allavega þessa dagana þá er ég bara nokkuð hress.. ekkert á svo miklum stera skammti og almennt bara hress og kát meira að segja líka. Og það er meira en sumir geta sagt. en ég læt þessu lokið í dag með þessum hugrenningum...... bara þakklát fyrir það sem ég á bæði menn dýr og hluti.
mánudagur, 3. nóvember 2014
03,11,2014
Svo langt síðan ég skrifaði hér síðast. Nóg búið að vera um að vera og sennilega þess vegna sem ekkert heefur skrifast hér. ég verða að fara að setjast niður og punkta niður hvað hefur gerst og svona hugrenningar um daginn og veginn. það verður ekki fleira í dag... :-) jú eða reyndar. Styttist í að ég fari á kóræfingu en ég er annars búin að stoppa stutt við heima hjá mér í dag. En við höfum annars farið víða sl. daga en við Hannes vorum að koma frá Glasgow en þar vorum við í góðum félagsskap við fatakaup skoða menningu og drekka einn og einn bjór. En ferðin var æðisleg í alla staði. Get hundraðprósent mælt með hótelinu sem við vorum á en það er Premier inn Buchanan galleries. Já ég er svo líka búin að vera á námskeiði sl. vikur og klára í næstu viku. það er námskeið sem heitir ég og starfið og er haldið af vinnumarkaðssálfræðingi eða eitthvað svoleiðis. Og þetta er alveg ágætis námskeið. Núna í dag var t.d. heimaverkefni, en það innifelur að skrifa um veikleika sína og æfa sig í að skrifa það upp þannig að maður sé að tala um hversu sterkur maður sé í staðinn. Því að við erum víst 80% af því sem við hugsum. þannig að ef við hugsum að við séu alveg hreint ágæt þá fer okkur ósjálfsrátt að líða þannig. Þannig að ég ætla að fara í það verkefni. Það er víst ekki nóg að hugsa um það.... maður verður að gera líka. Blóðbúskapurinn er búinn að vera í fínu lagi undanfarið. Ég fór í blóðprufu áður en við fórum út og mældist 127.. sem er eitt metið enn. ÉG er meira en þakklát fyrir það. Og væri til í að geta haldið þeirri tölu sem lágmarki. En ég ætla ekkert að hringla með sterana fyrr en eftir að ég kem frá Berlín. Já ég er að fara til Berlínar eftir nokkra daga. Eins og maður búi bara við það að fara út 2x í mánuði. Baldvin er orðinn 16 ára og hávaxinn eftir því. Alveg að ná pabba sínum og Valgeir verður 12 eftir hálfan mánuð. Hann fór í skólabúðirnar að Reykjum um daginn og fannst svona ljómandi gaman. Var bara alveg alsæll með ferðina. ótrúlegt að það sé bara rúmt ár þangað undirbúningur fyrir fermingu hefst. ójá... undarlegt það. en jæja nenni ekki meira í bili.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)