föstudagur, 19. september 2014

19.09.2014

Eins og stendur er Baldvin með blóðþrýstingsmælinn á sér. Er búinn að vera með síðan kl. 3 í gærdag og verður með til 3 í dag. Ég er búin að fá svar frá Sigurði Yngva um að það verði haft fljótlega samband við mig út af miltisnámi. Veit ekki hvenær fljótlega er, en það hlýtur bara að vera fljótlega:-). Ég er annars búin að vera að læra og læra með Baldvin en betur má ef duga skal. Hann er aðeins að fresta - já eða alveg heilmikið. Ég hefði kannski bara átt að verða kennari eftir allt. Held stundum að eina sem strákarnir hafi lært í skóla sé það sem ég hef kennt þeim (nei djók) en stundum finnst mér samt eins og þeir hafi bara verið að bora í nefið í skólanum - og þá er ég ekki að lasta kennarana heldur veit ég að það er erfitt að koma þeim að verki. Svo margt annað sem glepur hugann þegar maður er ungur og þægilegt að gera nauðsynlega hluti bara bráðum á eftir eða seinna!!! Ég hætti að vinna klukkan 12 í dag og það er bara dejligt. En annars væri ég hætt í þessum töluðum orðum því að ég hef verið að vinna til kl 13.00 alveg streit frá 8 sem er bara allt í lagi. Næ smá tíma fyrir mig áður en strákarnir steypast inn um dyrnard og hrista duglega upp í öllu. Ég veit ekki hvort ég get beðið Helgu um að taka blóðprufu á eftir þegar ég fer með Baldvin.. en ég ætla að athuga það hvort hún getur tekið hemóglóbínið. (án þess að panta tíma). Það eru líklega komnar 3 vikur síðan við vorum í reykjavík og síðasta blóðprufa var tekin. Æi það skiptir svosem engu máli hvernig þetta hemóglóbín er. Það er eitthvað blóð í mér. Ég sé ekki annað. En við fórum reyndar í Grafarkot í gær að sækja hana Sólu úr frumtamningu hjá Fanney. Hún er búin að vera í rúmar 4 vikur og orðin vel reiðfær. Ég hélt að hún yrði aldrei reiðhross.... en hún lofar bara góðu. Verður flott undir og svo er hún viljug segir tamningakonan. HMM.. jæja þá er þetta komið í bili.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli