mánudagur, 15. september 2014

15.09.2014

Var næstum búin að skrifa 2015 hérna í hausnum.... hver veit hvar maður verður þá :-)? Nú er stefnan tekin á hjartalækni með Valgeir. Maður er að sjúkdómsvæða alla í fjölskyldunni :-( Ég held stundum að ég sé að búa til problem. En allur er varinn góður. Síðasta helgi var gangnahelgin í Vatnsnesfjalli. Baldvin og Hannes fóru frá þessu heimili og jú reyndar Hugi líka og pabbi með 3 til reiðar. Og svo fékk Valgeir að hlaupa síðasta spölinn. Meira að segja ég stökk "stökk" haha út úr bílnum og nokkra metra upp í brekku. En það reyndar skilaði engu því rollan hljóp bara fram hjá okkur. Hannes segist vera hættur að fara í þessar göngur. það kemur í ljós eftir ár, hvað verður úr því. Ég fór á hestbak á föstudaginn og náði að rífa undan 2 skeifur. Þá er ég búin að ná að rífa 3 skeifur undan í haust. Eina undan Herjan og 2 undan Garp. Ég er aftur byrjuð á 3ja daga rúllunni 7,5-5-5mg og held að þetta sé að sleppa til. Ætla ekki í blóðprufu alveg strax. Sendi línu á Sigurð áðan til að athuga hvort hann gæti upplýst mig um stöðu beiðnar um skurðaðgerð. Verð eiginlega að fá að vita eitthvað sem fyrst, þar sem búið er að ákveða að skella sér til Glasgow um mánaðamótin okt, nóv. Þannig að það væri gott að vera annaðhvort búin að ná sér eða vera að fara í aðgerðina. En það kemur í ljós. Nú Baldvin er að fara í sólarhringsblóðþrýstingsmælingu á fimmtudaginn. Það er þá búið á föstudaginn. Allt að gerast eins og venjulega. Ég er alltaf í sjúkraþjálfun.... er búin að vera svo skrambi slæm í hægri upphandlegg, öxl og því svæði öllu. Er með stöðugan verk (já en ekki hvað) Var annars að byrja á lopapeysu á Baldvin... Hún verður mega flott:-) Síðan þyrfti ég að prjóna peysu á mig og Valgeir og Hannes. og svo ótalótal margt annað sem mig langar að gera. Poncho heilgalla buxur og bara name it!!!! Það reyndar prjónast ekki neitt á meðan ég sit hérna. Og það er líka svo ótal margt fleira sem ég þarf að gera en bara ýti alltaf á undan mér (fresta heitir það). T.d. taka saman læknisferðir til TR. -það er bara svoooooooleiðinlegt. Og svo er ótal margt annað í pípunum, en ég ætla ekkert að auglýsa það hérna svona í bili :-) Ower AND out elskur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli