þriðjudagur, 26. ágúst 2014

26.08.2014

Tíminn rýkur áfram og lífið og mennirnir með. Baldvin farinn í fyrstu staðlotu haustsins. Kemur aftur á föstudag laugardag. Valgeir fer í úrslitakeppni í Íslandsmóti 5 flokki karla og spilar á laugardag og sunnudag á Akrenesi 3 leiki þar. Baldvin byrjaði já í dreifnáminu í gær og Skólsetning var hjá Valgeir ídag og skólinn byrjar í fyrramálið. Svo er Akureyrarferð hjá honum á fimmtudaginn og svo förum við líklega suður á föstudagsmorguninn. þar sem ég ætla að hitta gott fólk á Reykjalundi. En það kemur í ljós. Ég var nú í blóðprufu í dag og mældist mér ekki til mikillar gleði með 113 í hemóglóbín. Sendi auðvitað Sigurði póst og hér má sjá mína spurningu og hans svar.
HÆHÆ

Fór í mælingu áðan - ætlaði ekki fyrr en á morgun eða hinn en var eitthvað svo þreytt að ég ákvað að drífa mig. Hemóglóbínið mældist 113. Svo mér sýnist ekki að það sé að ganga að minnka sterana einu sinni sem oftar. 
Ég ætla helst ekki að auka sterana þrátt fyrir þessar tölur. Hvað segir þú? Er ekki rétt að fara að stefna á miltisnámið?
Sæl,

Við þurfum að skoða það og eins taka frekari prufur. Ég hringi í þig í síðasta lagi á fimmtudaginn.

Kær kveðja,
Sigurður Yngvi

Hann hringir semsagt á morgun eða hinn og við ræðum næstu skref. Sýnatökur og annað skemmtilegt sýnist mér. Svona gengur þetta hjá mér þessa dagana. Það er eftir því sem ég kemst næst aðeins hægt að fá svona hluta lækningu á sterunum og yfirleitt endar það með að allt hrynur. En það er svo margt annað sem er hægt að nota. Það er ekki endilega betra en sterarnir en þeir eru bara ekki að duga svo það er best að halda áfram að reyna að komast fyrir þetta og i sjúkdómshlé helst í nokkur ár:-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli