sunnudagur, 24. ágúst 2014

24.08.2014

Jæja ég er nú bara búin að vera fjandi hress síðast hálfa mánuðinn. Sem er aldeilis gott- þá meina ég samt andlega hress!!! Er byrjuð að rúlla á þriggja daga rúllunni og gengur ágætlega. Er ekki búin að fara í blóðprufu eftir það en fer í þessari viku. Byrjaði að vinna á mánudaginn var og er hreinlega búin að hrynja í rúmið á kvöldin. Tek bara lyfin mín, bíð í smá tíma og svo bara rúlla ég inn í rúm og málið er dautt. Enginn lestur, ekkert að velta sér til og frá í nokkra klukkutíma. Semsagt að því leiti búið að vera frábært. Þangað til í gærkvöldi þá ætlaði ég að prufa að sleppa svefntöflunum og var bara búin að vera svo lufsuleg allan daginn þannig  að ég svona ákvað í róleg heitunum að sleppa Imovaninu. Og guess what. Ég fór inn klukkan 03.00 og gat svo lesið og legið og bylt mér. Hef líklga sofnað einhvern tíman fyrir fjögur í nótt. En það var svosem ágætt að taka smá svona mí time. Já svona einu sinni. það er ekki langt síðan allar nætur voru svona hjá mér. Hannes fór í sína árlegu veiðiferð í morgun og kemur heim á hinn daginn. (hann er bara strax búinn að veiða fisk:-)) En það er svosem aukaatriði. Meira atriði að það sé gaman sem ég reyndar efast ekki um að sé.
ég er búin að vera að undirbúa Baldvin fyrir fjölbraut í morgun og í dag. Versla og þrífa og græja og gera. Hann byrjar í dreifnáminu á morgun og fer á Sauðárkrók það sem eftir lifir vikunnar. Ég er búin að prenta út stundaskrá og bókalista og reyna að komast til botns í því sem til botns þarf að komast í. What ever!!!
Skólasetningin hjá Valgeiri er svo á þriðjudaginn  - og já hann er að fara á Akureyri á morgun að keppa umspilsleik um úrslitaleiki í Íslandsmótinu í fótbolta. Ég veit ekkert hvernig hann fer eða hvenær. En það bara hlýtur að skýrast fljótlega. Þeir eru búnir að standa sig alveg frábærlega strákarnir í sumar í íslandsmótinu. Er ekkert smá stolt af mínum manni og liðinu öllu.
Ég ætla að stefna á að vinna 70% í vetur.. en er þó eftir að hafa unnið eina viku í ca því starfshlutfalli strax farin að efast um að það muni ganga. Og hallast helst að því að það sé of mikið. En koma tímar og koma ráð. Ég er víst að fara á einhvern kynningarfund á gigtarsviði á Reykjalundi á föstudaginn kemur. (já það er ekki dauð stund í manns lífi) Valgeir verður nýbyrjaður í skólanum, reyndar verður Baldvin á Skr. En það er samt fáránlegt að eiga barn sem er að byrja í framhaldsskóla. Ég kemst svosem ekki hjá því að játa að ég hef elst og jafnvel helst til hratt en að það séu komin tæp 16 ár frá því að Baldvin fæddist er samt alveg ótrúlegt. En auðvitað gaman. En jæja komið gott í bili. ég er semsagt bara alveg ágæt þessa dagana allavega betri en ég hef oft verið. Já eða allavega andlega:-)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli