þriðjudagur, 16. febrúar 2016

16.02.2016

Verkefni dagana er að þjálfa fyrir hestamót.. ómæ.. En við Baldvin vorum líka á LSH á fimmtudag og föstudag til að fara yfir blóðrýsting og annað í sambandi við hans líkamsástand. En hann þarf allavega að passa að taka sín lyf. Ég tek mín lyf, Hannes tekur sín lyf og Valgeir tekur sín lyf. við erum svona lyfja fjölskylda. Annars er allt allt að ganga ótrúlega vel. Lífið er fullt af skemmtilegum atvikum, sérstaklega í kringum hestamennskuna. Hvar væri ég án hennar. Að vakna á morgnana og finnast að maður komist ekki fram úr rúminu, en þá læðist þessi hugsun að mann "hestarnir" og maður setur fótinn fram úr og svo stendur maður við hliðina á rúmin og hugsar bara um það sem framundan er í hesthúsinu. það er allt að gerast þar. Þar er vellíðanin, það er útrásin, þar er








spennan og þar er lífið. Það er erfitt fyrir aðra að skilja, en líklega væri ég föst inni í rúmi alla daga og sæi ekki tilgang með því að fara framúr. En fyrir hestana, fjölskylduna, foreldarna og vinina þá er þetta hægt. Takk allir fyrir að vera til staðar fyrir mig, óháð hvernig ég funkera í heiminum. En án hestanna, sérsataklega hestanna þá held ég að ég væri ekki til.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli