spennan og þar er lífið. Það er erfitt fyrir aðra að skilja, en líklega væri ég föst inni í rúmi alla daga og sæi ekki tilgang með því að fara framúr. En fyrir hestana, fjölskylduna, foreldarna og vinina þá er þetta hægt. Takk allir fyrir að vera til staðar fyrir mig, óháð hvernig ég funkera í heiminum. En án hestanna, sérsataklega hestanna þá held ég að ég væri ekki til.
þriðjudagur, 16. febrúar 2016
16.02.2016
Verkefni dagana er að þjálfa fyrir hestamót.. ómæ.. En við Baldvin vorum líka á LSH á fimmtudag og föstudag til að fara yfir blóðrýsting og annað í sambandi við hans líkamsástand. En hann þarf allavega að passa að taka sín lyf. Ég tek mín lyf, Hannes tekur sín lyf og Valgeir tekur sín lyf. við erum svona lyfja fjölskylda. Annars er allt allt að ganga ótrúlega vel. Lífið er fullt af skemmtilegum atvikum, sérstaklega í kringum hestamennskuna. Hvar væri ég án hennar. Að vakna á morgnana og finnast að maður komist ekki fram úr rúminu, en þá læðist þessi hugsun að mann "hestarnir" og maður setur fótinn fram úr og svo stendur maður við hliðina á rúmin og hugsar bara um það sem framundan er í hesthúsinu. það er allt að gerast þar. Þar er vellíðanin, það er útrásin, þar er

spennan og þar er lífið. Það er erfitt fyrir aðra að skilja, en líklega væri ég föst inni í rúmi alla daga og sæi ekki tilgang með því að fara framúr. En fyrir hestana, fjölskylduna, foreldarna og vinina þá er þetta hægt. Takk allir fyrir að vera til staðar fyrir mig, óháð hvernig ég funkera í heiminum. En án hestanna, sérsataklega hestanna þá held ég að ég væri ekki til.
spennan og þar er lífið. Það er erfitt fyrir aðra að skilja, en líklega væri ég föst inni í rúmi alla daga og sæi ekki tilgang með því að fara framúr. En fyrir hestana, fjölskylduna, foreldarna og vinina þá er þetta hægt. Takk allir fyrir að vera til staðar fyrir mig, óháð hvernig ég funkera í heiminum. En án hestanna, sérsataklega hestanna þá held ég að ég væri ekki til.
miðvikudagur, 10. febrúar 2016
10.02.2016
Þessa önnina tók ég tvö fög. Uppeldisfræði og sálfræði. Ég á eftir 31 einingu til að klára stúdent á félagsfræðibraut, sálfræðistíg. Ég ákvað að klára alla áfanga sem ég get fyrir utan stærðfræðina. Ég ætla að gefa mér tíma næstu árin til að taka einn og einn áfanga í einu og reyna að ná þá hverjum áfanga í hvert skipti. Það er svo ótrúlegt hvað mér finnst stærðfræði ótrúlega erfið. Eiginlega einhvers konar algebra - kemur á óvart. En jú með þessu áframhaldi ætti ég að verða búin um 2020... haha Hve nett er það. Ég náði allavega öllum fögunum á síðustu önn og finnst mjög skemmtilegir áfangarnir sem ég er í núna. Og finnst kannski að ég sé loksins að ná tökum á því að "læra" en það var ótrúlega erfitt að læra aftur að læra. En ég er allavega komin á 4 önn síðan ég byrjaði fyrir einmitt ári síðan að halda áfram með námið þar sem frá var horfið. Ég verð reyndar komin með miklu meira en 140 einingar, þar sem ég þurfti að skipta um braut. Ætli þetta verði ekki nær 160-170 einingum sem ég verð búin með "þegar" ég klára. En mér var nær!!!! Hemóglóbínið er ennþá að haldast á góðu róli. Í síðustu mælingu núna um síðustu mánaðamót var það 128 minnir mig, sem er bara sama tala og í desember, en ég er búin að ná að minnka sterana. Núna er ég komin með nýja 3ja daga rúllu og tek 3,75/3,75 og 2,5. Ég held að það verði stutt í að ég breyti í 3,75/2,5/2,5. En þetta er alltaf svolítið erfitt. Það er svo ótrúlegt hvað þessi 2,5 mg dagur er erfiðari en hinir. Allir liðir aumir, hausverkur og þreyta. Beyond everything. En þetta kemur. Kannski verð ég komin í 2,5 alla dag í maí-júní. Það styttist annars óðfluga í fermingu sem verður 17. apríl. Eina sem við erum búin að gera er að bóka salinn. Þetta hlýtur að fara að koma.......... En jú. Hannes fór til Póllands í janúar á handboltamót. Við Valgeir vorum hússtjórar á meðan, það gekk allt vel. Síðan er búið að vera þorrablót og mikið gaman þar. Ég reyni að fara eins mikið á hestbak og ég get og hestarnir eru ótrúlega skemmtilegir. Það gengur reyndar rólega með tamningafolana, en þeir verða einhvern tímann reiðhestar, vona ég. Baldvin er á Akureyri og er kominn með baunina þangað. Rúntar um bæinn á þessari rauðu limmósínu. Heppinn hann !!!!Í dag er öskudagurinn.. enginn í búning á þessu heimili. Ég veit ekki hvort ég set á mig eitthvað makeup áður en ég mæti í vinnuna... Bara don´t know. En svo er líklega von á Baldvin heim í kvöld, þar sem það er svona miðsvetrarfrí í skólanum á morgun og hinn. Jæja gott í bili.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)