ýmislegt hefur á dagana drifið frá því síðast. Sumt markvert, sumt ómarkvert. Við familían vorum að koma frá Reykjavík eftir 17 ára afmælishelgi með Baldvin Frey. Við höfum ekki staðið okkur alveg nógu vel í að aðstoða hann með bílprófsundirbúning, þannig að það er ekki ennþá komið í hús. En það styttist nú engu að síður. Við fórum suður á föstudaginn og eyddum helginni í stéttarfélagsíbúð. Strákarnir fóru í bíó á föstudagskvöldið - ég hvíldi mig auðvitað. Og svo fóru Baldvin og Hannes að horfa á leik á Glaumbar á laugardeginum en við Valli stikluðum um Kringluna. Við fórums svo út að borða á Tapasbarinn, sem var æðislegt. Fríða Marý kom með okkur sem var æðislega gaman. Allir borðuðu góðan mat og eftirrétturinn var BARA himneskur. Væri til í að fara og fá mér bara kökuna. En svo var stemmingin líka æðisleg. Spænsk, grúví, stemming. Eitthvað alveg fyrir mig allavega. En jú að matnum loknum hlupum við upp í Þjóðleikhús, því að við fórum líka í leikhús. Við rétt náðum í sætin áður en sýningin byrjaði. Eitthvað sem gerist nú aldrei hjá okkur, þ.e. að vera síðust í hús ;-).En gaman var það. Sýningin æðisleg og allir skemmtu sér vel. Við röltum svo í leigara og fórum upp í íbúð að tékka á internetinu (en ekki hvað) og skriðum svo í bælið. Æðisleg helgi :-)
Nú tekur við "lífið" aftur, lærdómur, vinna og heimilisverk. Ég er pínu með í maganum yfir náminu sem ég er í... Þetta er svolítið mikið þessa önnina. Þrjú þung fög, og maður ekki alveg að taka tímann í námið sem maður þarf. Fyrir utan að maður er ekki alveg að ganga á 100% afköstum. Ég á í dag eftir að skila ritgerð, og strax i næstu viku er önnur ritgerð.. sem ég er ekkert farin að undirbúa. og eitthvað fleira.. en þetta verður bara að hafast. Ég á svo hreinlega eftir að taka stöðuna á því hvað ég ætla að gera í framhaldinu. Ég veit ekki einu sinni hvort ég er að taka fög sem telja í þetta blessaða stúdentspróf. Þarf að fara að skoða það.
Mér datt líka aðeins í hug hvort ég ætti að fara í adhd greiningu. Já maður spyr sig. Ég er bara að versna í því að finnast að ég sé ekki að gera nógu mikið og að ég eigi eftir að gera svo og svo mikið en geri samt ekki neitt af viti (athyglisbrestur). En ég er ekki að fara í það alveg næstu dagana. Fyrst þarf ég að klára ýmislegt annað. Mig langar samt alveg rosalega til að fara að taka inn og temja. Já eða ekki temja. Umgangast hestana ætti það að heita. Ég þarf allavega að fá mér hnakk. Ég fór í Top reiter á föstudaginn og var að prófa hnakka. Kom mér á óvart að ég fékk alveg valkvíða. Ég var alveg búin að ákveða hvernig hnakk ég ætlaði að fá mér, en ég er eiginlega búin að skipta um skoðun. Það skýrist fljótlega hvað ég geri. En jæja.. þetta er komið gott í bili. Þoddn, eins og þeir segja !!!!!
laugardagur, 7. nóvember 2015
07.11.2015
Mánuður frá síðasta pistli. Tíminn þýtur svo hratt áfram. Mig er samt búið að langa til að setja hérna inn línu, en ekki komist til þess.
síðast blóðprufa 123 í Reykjavík, 122 hér. En Sigurður hringdi og sagði mér að allar tölur væru á betri leið. Þ.e. LD var t.d. frekar hátt í mars. en hefur lækkað og einnig hafa rauðu blóðkornin breyst, þ.e. minna er af litlum kornum, sem þýðir að það er minna af ungum blóðkornum, sem þýðir já að líkaminn er ekki að búa til jafn mikið af blóði, þannig að þörfin fyrir nýmyndum hefur minnkað sem þýðir (haha) að blóðeyðingin er minni. Sem þýðir að þetta eru bara góðar fréttir. Ég er búin að breyta aðeins sterunum í síðast mánuði. þ.e. var að taka 5-5-, 3,75mg (3ja daga rúlla) en nú er ég að taka 3,75-3,75-5 (3ja daga rúlla). Ótrúlega erfitt að breyta þessu, þó að þetta séu bara 1,25mg á 3ja daga fresti. þreyta, höfuðverkur o.fl. En vonandi næ ég bara að fara í 3,75 á árinu... Nú er Londonferð eftir viku þannig að ég ætla ekki að hringla í neinu og svo styttist í próf þannig að ég stefni kannski bara að því að breyta um miðjan des. eða í byrjun jan 2016. En hvað sem verður þá verður það vonandi fljótlega og gengur vel. Mest er ég samt hrædd um að lenda aftur í svona blóðleysi.... og það er einhvern veginn ólýsanleg tilfinning að maður geti aftur orðið svona veikur og það án þess að "gera" nokkuð til þess. En ég þekki einkennin og ætti því að geta gripið fljótar inní.
Baldvin Freyr er heima í helgarfríi. Það styttist líka í að hann klári fyrstu önnina í grunndeil matvæla- og ferðamálafræðia. Honum finnst þetta bara gaman. Svo náði hann bóklega bílprófinu núna á fimmtudaginn. Allir sáttir með það. Ég hef því fulla trú á því að hann verði kominn með bílpróf í jólafríinu. How nice will that be ??? ;-) Skrítið að maður hlakkar bara til að fá einn auka bílstjóra, sem getur skutlast hingað og þangað þegar maður þarf nauðsynlega á að halda. Bæði fyrir mann og með mann. Pabbi er annars búinn að taka inn hesta.. já og þar með við líka. Við með 3 stk... ótrúlegt, en eitt þeirra er að bíða eftir hvíta húsinu, hve nett er það :-(, en henni var nærbuxur. Svo er hann Herjan okkar og Blakkur sem er bara spennandi viðfangsefni. Ég er aðeins að vinna með honum þessa dagana og það lofar góðu 7-9-13. Hann er sumpart líkur pabba sínum honum Gósa. Vill svolítið sjá um sig sjálfur, en er þó ljúfur inn við beinið. Mjög spennandi vetur framundan með hann. Svo er það hann Garpur okkar, sem ég á reyndar eftir að klára að draga undan. En það kemur nú. Hann verður örugglega tekinn inn við fyrsta tækifæri. Og svo Sóla sem ætlar í hvíta húsið. Stakur verður svo tekinn inn líka og það verður líklega stæðsta verkefnið þennan veturinn. Aftur 7-9-13. Kannski verður frumtamninganámskeið þannig að við getum farið með Blakk eða Stak á það. Who knows??? Annað gengur sinn vanagang. Valgeir stækkar... orðinn stærri en ég. Og hann er bara mjög duglegur strákur. Ég vona að ég nái þessum þrem fögum sem ég er að taka í skóla núna... Reikna samt ekki með neinni súper einkunn. En það skiptir kannski ekki öllu máli, ég þarf svosem bara að ná. Kannski að maður fari að innprenta sér það. það þarf ekki að fá 8 eða 9 eða 10. Þó að það hafi alltaf verið eitthvað sem ég hef keppst við að ná!!!! En ég vil allavega ekki falla í þessu. En ef það er mánuður i næsta pistil, þá er komið að prófunum, þau verða 7.-8. og 10. des og eftir það er komið jólafrí. Ég þarf svo að taka stöðuna eftir það. Skoða hvaða fög ég á eftir og kannski að ég þurfi að fara að taka stærðfræði ................ já no comment á það. En over and out i dag.
síðast blóðprufa 123 í Reykjavík, 122 hér. En Sigurður hringdi og sagði mér að allar tölur væru á betri leið. Þ.e. LD var t.d. frekar hátt í mars. en hefur lækkað og einnig hafa rauðu blóðkornin breyst, þ.e. minna er af litlum kornum, sem þýðir að það er minna af ungum blóðkornum, sem þýðir já að líkaminn er ekki að búa til jafn mikið af blóði, þannig að þörfin fyrir nýmyndum hefur minnkað sem þýðir (haha) að blóðeyðingin er minni. Sem þýðir að þetta eru bara góðar fréttir. Ég er búin að breyta aðeins sterunum í síðast mánuði. þ.e. var að taka 5-5-, 3,75mg (3ja daga rúlla) en nú er ég að taka 3,75-3,75-5 (3ja daga rúlla). Ótrúlega erfitt að breyta þessu, þó að þetta séu bara 1,25mg á 3ja daga fresti. þreyta, höfuðverkur o.fl. En vonandi næ ég bara að fara í 3,75 á árinu... Nú er Londonferð eftir viku þannig að ég ætla ekki að hringla í neinu og svo styttist í próf þannig að ég stefni kannski bara að því að breyta um miðjan des. eða í byrjun jan 2016. En hvað sem verður þá verður það vonandi fljótlega og gengur vel. Mest er ég samt hrædd um að lenda aftur í svona blóðleysi.... og það er einhvern veginn ólýsanleg tilfinning að maður geti aftur orðið svona veikur og það án þess að "gera" nokkuð til þess. En ég þekki einkennin og ætti því að geta gripið fljótar inní.
Baldvin Freyr er heima í helgarfríi. Það styttist líka í að hann klári fyrstu önnina í grunndeil matvæla- og ferðamálafræðia. Honum finnst þetta bara gaman. Svo náði hann bóklega bílprófinu núna á fimmtudaginn. Allir sáttir með það. Ég hef því fulla trú á því að hann verði kominn með bílpróf í jólafríinu. How nice will that be ??? ;-) Skrítið að maður hlakkar bara til að fá einn auka bílstjóra, sem getur skutlast hingað og þangað þegar maður þarf nauðsynlega á að halda. Bæði fyrir mann og með mann. Pabbi er annars búinn að taka inn hesta.. já og þar með við líka. Við með 3 stk... ótrúlegt, en eitt þeirra er að bíða eftir hvíta húsinu, hve nett er það :-(, en henni var nærbuxur. Svo er hann Herjan okkar og Blakkur sem er bara spennandi viðfangsefni. Ég er aðeins að vinna með honum þessa dagana og það lofar góðu 7-9-13. Hann er sumpart líkur pabba sínum honum Gósa. Vill svolítið sjá um sig sjálfur, en er þó ljúfur inn við beinið. Mjög spennandi vetur framundan með hann. Svo er það hann Garpur okkar, sem ég á reyndar eftir að klára að draga undan. En það kemur nú. Hann verður örugglega tekinn inn við fyrsta tækifæri. Og svo Sóla sem ætlar í hvíta húsið. Stakur verður svo tekinn inn líka og það verður líklega stæðsta verkefnið þennan veturinn. Aftur 7-9-13. Kannski verður frumtamninganámskeið þannig að við getum farið með Blakk eða Stak á það. Who knows??? Annað gengur sinn vanagang. Valgeir stækkar... orðinn stærri en ég. Og hann er bara mjög duglegur strákur. Ég vona að ég nái þessum þrem fögum sem ég er að taka í skóla núna... Reikna samt ekki með neinni súper einkunn. En það skiptir kannski ekki öllu máli, ég þarf svosem bara að ná. Kannski að maður fari að innprenta sér það. það þarf ekki að fá 8 eða 9 eða 10. Þó að það hafi alltaf verið eitthvað sem ég hef keppst við að ná!!!! En ég vil allavega ekki falla í þessu. En ef það er mánuður i næsta pistil, þá er komið að prófunum, þau verða 7.-8. og 10. des og eftir það er komið jólafrí. Ég þarf svo að taka stöðuna eftir það. Skoða hvaða fög ég á eftir og kannski að ég þurfi að fara að taka stærðfræði ................ já no comment á það. En over and out i dag.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)