föstudagur, 29. mars 2013

PÁSKAR

Um þessar mundir eru Páskarnir... Föstudagurinn langi í dag o.s.frv.  Langþráð frí skollið á og ég er svo óneitanlega þakklát fyrir það. Margt er þá um að vera þrátt fyrir að tíminn sem líði heiti FRÍ.  Undanfarin kvöld hafa farið í hljómsveitaræfingar með Gamla og Valdingjunum þar sem ég óvænt um þessar mundir er meðlimur. (eða meðlima) hehe.... Nú svo eru kóræfingar þar að auki. Og mér finnst pínu eins og ég sé búin að setja strákana mína á HOLD!!!! Það vill til að þeir eru allir skilningsríkir og þolinmóðir þrátt fyrir að ég sé út um hvippinn og hvappinn að gera hitt og þetta og flest af þessu er bara mjög óvenjulegt. Ég hef hingað til verið meira í því að hanga heima (eða í hesthúsinu) heldur en að vera að troðast innan um fólk og hvað þá að vera að hugsa um að skemmta öðru fólki. En það er nú það sem stendur til. T.d. var ég að koma úr Hvammstangakirkju þar sem ég las 4 passíusálma en það tók nú ekki nema 20 mínútur. klukkan 17.00 er svo messa og þar ætla ég að góla með kórnum og lesa líka e-ð. í kvöld er svo hljómsveitaræfing (föstudagurinn LANGI) ótrúlegustu hlutir sem maður nær alltaf að gera á föstudaginn langa. en jú á morgun er svo undirbúningur fyrir tónleika sem haldnir eru á Laugarbakka þar sem Gamli og Valdingjarnir ætla að spila nokkur vel valin lög fyrir þá sem hugsanlega nenna að koma að hlusta. :-)  Ég er bara nokkuð spennt orðin fyrir morgundeginum. En þessi dagur er hinn besti líka. Á meðan ég las þá fóru strákarnir með pabba sínum út að Eyri og það er verið að skoða sjósetningu á bát sem Daníel Baldvin hefur áhuga á að koma á flot. Að sjálfsögðu hafa strákrnir mikinn áhuga á því að koma þessum bát á flot líka. Ég hlakka til að sjá hvað kemur út úr því !!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli