þriðjudagur, 21. nóvember 2017

21.11.2107

Síðan síðast... ég er ennþá að hreyfa mig.. nokkuð dugleg kannski líka !!! Hætti í sálfræðinni.. hef ekki lesið neitt svona leiðinlegt síðan fyrir lööööngu síðan. Ég geri þetta seinna. En svona til uppfræðslu fyrir mig seinna meir, þá fékk ég vökva í eyrun um daginn og var eitthvað lumpuleg. Þ.a.l. fór ég til læknis sem vildi bara tékka á blóðinu, sem var ágætt. Sannast sagna var niðurstaðan úr blóðprufunni svo ótruleg að mér finnst ég varla geta trúað því, en ég geri það nú auðvitað samt:-) Í þetta sinn mælidist hemóglóbínið 140 sem er skv. fræðunum, eðlileg efri gildi hjá konum:-):-):-) Hve frábært er það.?? Ég er svo himin lifandi að ég veit eiginlega ekki alveg hvernig ég á að taka þessu. Og það er eiginlega óraunverulegt að mögulega sé þetta yfirstaðið!!! I wish I wish I wish.
Við erum annars með 11 hesta inni, tókum inn október ef ég man rétt. Ég er með 3 hesta af því. Stak, Blakk og var svo að sækja Garp fyrir nokkrum dögum. Það sem mér finnst æðislegt að vera í hesthúsinu.... Ó já það er nú svo. Until next time:-)