Long time no write. Skemmtilegt sumar að baki. Brask og ball, og útilegur og svo ótrúlega mikið búið að gera. Hestaferðir og torfærur (Valgeir) ásamt svo mörgu sem ég er að sjálfsögðu búin að gleyma. Það væri kannski sniðugra að skrifa oftar hér til þess að halda öllu sem búið er að gera til haga, en það geymist í minninu sem á að muna, hitt má líklega liggja á milli hluta. Ég er aftur byrjuð að læra, í þetta sinn Lífeðlisfræðilega sálfræði.. ég get varla skrifað þetta, en kemur í ljós hvernig fer. Svolítið mikið af smáatriðum finnst mér, þá aðallega svona lífeðlislegt..... alls konar nöfn á þvi hvað mismunandi hlutar heilans heita og hvað fer fram hvar, svo sjón og heyrn og svefn og eitthvað fleira skemmtilegt. Hreyfing er að komast aftur inn í líf mitt.. en hún datt dálítið mikið út og mikið rosalega hef ég saknað hennar, það finn ég. Kemur alltaf svona efi í hugann og hræðsla við að það sé of gott til þess að það geti verið satt og að það endist, en er á meðan er og fyrir það ber að þakka. Ekkert jinx !!! Kannski hendi ég einhverju hérna inn fljótlega aftur. Kemur í ljós :-)
https://www.youtube.com/watch?v=7zOa3LLrHKc
þetta er ég m.a. búin að horfa á í þessum áfanga !!!