þriðjudagur, 14. mars 2017

14.03.2017

Frá 1. mars sl. hef ég ekki verið að taka lyfjasterana!!!!! Hve ótrúlegt sem mér finnst það þá er það samt engu að síður rétt. Það eru að verða komin 4 ár síðan ég byrjaði að þurfa að nota þetta lyf en 7,9,13, vonandi aldrei aftur. Já eða bara aldrei aftur. Ég er annars alveg alls ekki að nenna að vera í þessu eina fagi sem ég er í núna... ótrúlegt hvað maður getur verið latur þegar "lítið" er að gera. Það er einhvern vegin svo lítil pressa að vera í þessu eina fagi að ég geri nánast ekki neitt. Er t.d. búin að þurfa að biðja kennarann að opna fyrir mig rafræn próf tvisvar sinum af því að það hreinlega fór framhjá mér. En annars gengur það svosem bara vel. Alveg búin að fá fínar einkunnir fyrir það sem ég hef skilað frá mér. Þannig að eftir vorið á ég líklega bara eftir 5 fög til að útskrifast sem stúdent. Hver veit hvað verður og hvenær. Ég er annars bara mikið í hesthúsinu, finnst það bara einfaldlega það besta sem ég geri þessa dagana. Útivera, puð og samvera með dýrunum.