laugardagur, 2. janúar 2016

02.01.2016

Gleðilegt ár!!! Búin að hugsa svo mikið um foreldravandamál undanfarið. Og sérstaklega þegar ég upplifði það um áramótin að vera orðin eitt slíkt sjálf.  Svo skrítið þegar maður lendir í því að verða eitthvað sem maður ætlaði aldrei að verða. Þegar maðurinn sagði við mig fyrir nokkrum árum að láta börnin mín vera.. að vera ekki að hamast í þeim og skammast, þá fannst mér eins og ég tæki það til mín og að ég stæði mig ágætlega. En ég þarf greinilega að staldra aðeins við og skoða hvað ég er að aðhafast gagnvart börnunum mínum, og líklega fleiri. Ég er ekki hérna til að stýra og stjórna því hvað börnin mín gera og hvernig þau gera það. Ég er hérna til að vera til staðar þegar börnin mín þurfa á mér að halda. Ég get komið með ótal afsakanir fyrir því af hverju ég "þarf" að stýra og stjórna... því að auðvitað veit ég betur hvað er réttast og best og hvernig best er að hlutirnir séu gerðir. En það er samt ekki mitt hlutverk!!! Ég þarf að vera sýnileg og innan handar þegar þeir þurfa, en ég á ekki að vera við stýrið í þeirra lífi. Og hana nú. Ég er búin að hugsa þetta svo mikið núna í 1 1/2 sólarhring, en hugsa er ekki nóg, ég þarf að gera. Og með því að gera á ég við að gera minna, stýra minna, treysta meira. Þeir þurfa að fá að stjórna sínu lífi, ég get bara staðið til hliðar og verið til staðar.
En jæja búin að skrifa þetta í marga hringi. Held að ég sé búin að ná því sem ég er búin að vera að hugsa. Nú er komið að því að framkvæma. Börnin mín eiga ekki að vera fangar mínir, þeir eiga að vera sjálfstæðir sterkir einstaklingar og ég mun taka mig á í því að treysta því að þeir séu sú besta útgáfa af sjálfum sér sem þeir geta verið :-) góðar stundir.