Já það er aldeilis langt síðan ég hef skrifað hérna inn. Kannski er þetta staður þar sem ég get sett vangaveltur um heilsuna og geymt þær til að skoða síðar. En heilsan hefur annars bara verið frekar góð síðan síðast. Ég er farin að nota 3,75mg af sterum og 5 mg af sterum sitt hvort daginn og er búin að vera að gera það síðan um miðan ágúst. Í byrjun ágúst mældist hgl 130 sem er það hæsta sem ég hef komist í veikindunum og algerlega tala sem þykir vera NORMAL og það er ég mega þakklát fyrir. Ég lækkaði aðeins við síðustu mælingu sem var í byrjun sept en þá var ég 126 sem er líka mjög flott tala. Nú styttist í næstu mælingu og verður gaman að vita hver hún verður. kannski get ég farið í 3,75mg á hverjum degi. 7-9-13 !!!!! Það er reyndar alveg rosalega erfitt að minnka þessa stera. Mannig líður hreinlega eins og skít.. ef skít getur liðið. En það er mikil þreyta, og miklir verkir í líkamanum öllum, hausverkur og vanlíðan. Ég styrki þá bara verkjatöfluframleiðendur vel á meðan verstu verkirnir ganga yfir, en þetta tekur alveg 3-4 vikur að komast yfir hverja lækkun á sterunum. Og við erum að tala um 1,25 mg annan hvern dag..... En ef ég hugsa aftur í tímann þegar ég var að minnka úr 100 í 75 og svo 75 í 50 þá lá ég nánast út úr heiminum. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort ég var veikari af blóðleysinu eða af sterunum. Auðvitað voru sterarnir nauðsynlegtir en megi allar góðar vættir styðja mig í því að þurfa aldrei aftur að nota steralyf.
Það er auðvitað ótrúlega margt búið að gerast síðan ég skrifaði hérna síðast. T.d. var á ferðinni hérna sumarið sem aldrei kom .... það hefur mikið verið talað um það á kaffistofum landans. Reyndar er aðeins búið að rætast úr því núna síðasta mánuðinn. En t.d. í dag er bara um 14 stiga hiti og sunnan gjóla. Sem er með því betra sem hefur verið. Það hefur varla verið útreiðafært vegna veðurs í sumar. En já.. Valgeir Ívar fór í unglingavinnuna og hafði gaman held ég. Baldvin fór í sauðburð að Ytra Bjargi í ca 3 vikur. Það var vel. Síðan fór hann í sumarvinnu hjá Húnaþingi vestra í sláttuhóp. Síðan tók allt u-beygju hjá honum um Verslunarmannahelgi þegar fjölskyldan fattaði að hann var ekki tilbúinn til að halda áfram í dreifnáminu þannig að foreldrarnir herjuðu út skólavist í VMA og þar fór hann 15 dögum síðar og hóf nám á Grunndeild matvæla og ferðamálafræða - held að það heiti ca það. Hann býr núna á vistinni, er í herbergi með frænda sínum honum Haraldi og hefur það bara gaman. Er að læra að kokka eitthvað og ýmislegt fleira svona eldhús og matvæla tengt. Valgeir er orðinn stærri en ég og er eins og undanfarin ár alveg á fleygiferð í lífinu. Margar aðrar breytingar hafa orðið hjá fjölskyldunni sem ekki verður talið upp hérna. En over and out í bili.