föstudagur, 3. apríl 2015
02042015
Farinn vegur hljóðar svona: Blóðprufa í febrúar var 127.. og allt gott og blessað.. ég nennti ekki að fara í blóðprufu fyrr en rétt um daginn og þá var staðan orðin 121, Sigurður læknir bað mig að fara aftur fljótlega. Sem ég og gerði og þá var staðan 122. Allt á betri leið. ég er annars á leið til dvalar á Reykjalundi í 5 vikur og þá fer ég nú að verða Miklu betri. Ég tók mig reyndar á um 10. febrúar og hætti alfarið að borða sykur og hveiti og ýmislegt annað. Það hefur gengið ágætlega. En sykur er í öllu öllu!!!!! Hannes fór til útlanda í 2 vikur í mars á námskeið hjá Stoll verksmiðjunum. En Stoll eru frameliðendur prjónmavélanna sem Hannes er að vinna við. Baldvin er kominn með æfingaleyfi hjá foreldrum til að keyra næstu mánuðina bifreið um götur landsins. Mér finnst þetta pínu skrítið. Hvaða bull gæti ég t.d. sagt honum um akstur... jú alveg heilmikið bull. En ég vona að það verði hægt að kenna honum að lokum hvernig þetta skal rétt gert, þrátt fyrir mitt bull. Pabbi er hjá okkur núna þau eru í viku ferð til islands m.a. til að mæta í fermingar og hitta ættingja og vini, já og hestana!! en nú er ég nánast sofnuð zzzzzzzzz
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)