þriðjudagur, 9. apríl 2013

Svona til gamans enn á ný!!

Ójá.. Nú er ég byrjuð að vinna 80% vinnu. Þvílíkur munur. Fór í hesthúsið í gær strax eftir vinnu, var komin fyrir klukkan þrjú uppeftir. Samt búin að hengja út þvott og e-ð fleira svona smálegt sem gera þarf á heimilum almennt. En náði að draga undan Von að framan, setti út og fór svo á hestbak. Fór á hana Snerpu (eða minnir að hún heiti það) jarpa merin. Fór með hana út í Þytsheima og lét gamminn geisa. Hún er eitthvað að berjast við að reka trýnið upp í loft, og svo er hún ekkert sérstaklega góð í að beygja. Held að það sé alveg upplagt að nota reiðhöllina töluvert til að vinna í þessum beislismálum. Þegar ég var búin á henni, þá fór ég á á hana Sölsu. Gerði á sama hátt. Fór með hana í Þytsheima og lét hana hlaupa frjálsa og skvetta sér. Ótrúlega skemmtileg hryssa, hún er svo lífleg og glettin að sjá :-)  Ég fór svo á bak og gutlaðist í hringi og út um allt. Ég notaði hringamél og krossmúl og hún grúfði sig ekki eins mikið og þegar hún var bara með nasamúlinn. Svo reið ég henni heim. Hún var alveg glettilega skemmtileg. Eftir það tók ég hann Herjan minn og fór á honum í gerðið á milli hesthúsanna. Þar lét ég hann hlaupa og gutlast :-)  Hann reyndi nú að skvetta sér og svona taka aðeins á, en hann er ótrúlega þjáll í beisli svo að það er bara ekkert mál að vinna með hann. Svo fór ég út úr gerðinu og reið um í móunum þarna í kring og hann hafði bara mjög gaman af því. Á meðan ég var að brasa þetta þá járnaði Hannes Von að framan svo að hún lítur nú aðeins betur út greyið, hún var orðin svona frekar löng og lyfti bara alveg upp í höku með framfótunum. Já annað gerðist nú ekki markvert í gær, en Baldvin fór alveg heilmikið í fótbolta og Valgeir kláraði sinn langa dag, með Fótboltaæfingu, TTT og Tónlistartíma. Ég spilaði svo á píanóið alveg heillengi í gærkvöldi, öðrum heimilismeðlimum til ama,  :-).

þriðjudagur, 2. apríl 2013